Höfundur: Natasha S.

Mara kemur í heimsókn

Hér er lýst heimkomu til Rússlands eftir langa fjarveru, en um leið á sér stað uppgjör við pólitískt og menningarlegt ástand. Natasha S. er íslenskur rithöfundur af rússneskum uppruna sem hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir ljóð sín og greinar. Fyrsta bók hennar, Máltaka á stríðstímum, færði henni Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Máltaka á stríðstímum Natasha S. Una útgáfuhús Máltaka á stríðstímum er frásögn manneskju sem fylgist með stríði í heimalandi sínu úr fjarlægð. Hennar eigin þjóð, Rússar, hervæðist og ræðst inn í Úkraínu. Andstaða höfundar við stríðsreksturinn vekur margslungnar tilfinningar og spurningar sem glímt er við í bókinni. Bókin hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar.
Skáldreki Ritgerðasafn höfunda af erlendum uppruna angela rawlings, Ewa Marcinek, Francesca Cricelli, Giti Chandra, Helen Cova, Jakub Stachowiak, Joachim B. Schmidt, Margrét Ann Thors, Mazen Maarouf og Natasha S. Benedikt bókaútgáfa Innflytjendur á Íslandi hefur auðgað menningu landsins. Hér segja tíu höfundar af erlendum uppruna frá sögu sinni, löngunum og þrám; fjalla um búferlaflutninga, að fóta sig í nýrri menningu, að skilja og finna rödd sína á íslensku eða að ná til nýrra lesenda á sínu eigin tungumáli. Bókin kom einnig út á ensku undir heitinu Writers Adrift.