Höfundur: Ólafur Gunnar Guðlaugsson

Síðasti seiðskrattinn bók 3 Návaldið

Lokabindið í æsispennandi fantasíuþríleik fyrir börn og unglinga. Hildur, Theódóra og Baldur eru uppgefin eftir innrásina frá Túle. Bjarni vinur þeirra er fastur í öðrum veruleika þar sem Návaldið skelfilega leikur lausum hala. Úrslitaorrustan við hinn hinsta dauða nálgast hratt, en kraftar söguhetjanna eru öflugri en þau grunar.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Ljósberi Ólafur Gunnar Guðlaugsson Forlagið - Vaka-Helgafell Fjögur ungmenni rannsaka dularfullan dauða læri­meistara síns. Þeim er öllum gefin skyggnigáfa en eru mislangt á veg komin í að beita henni. Fljótlega blasir við að ekkert af því sem þau þóttust vita um lífið, alheiminn og eðli tilverunnar er eins og þau héldu. Mögnuð fantasía um djöfla og galdra­meistara sem sigraði í samkeppninni um Ís...
Ofurvættir Ólafur Gunnar Guðlaugsson Forlagið - Vaka-Helgafell Æsispennandi framhald bókarinnar Ljósberi sem hlaut frábærar viðtökur í fyrra, meðal annars Íslensku barnabókaverðlaunin. Nú hafa heimsgáttirnar opnast og ungmennin fjögur þurfa að efla krafta sína því að hryllingurinn sem flæðir á milli heima er miklu öflugri en nokkuð sem þau hafa áður séð. Ævintýrasaga á heimsmælikvarða!