Niðurstöður

  • Ólöf Pétursdóttir

Bakaríið Vest

Sigríður lifir ljúfu lífi í borginni, stundar stefnumót með misspennandi mönnum og sækir heilsulindir með vinkonu sinni. Jólaplön Sigríðar fara út um þúfur þegar bróðir hennar lendir í bílslysi og hún þarf að halda til gamla heimabæjarins og taka við rekstri Bakarísins Vest sem reynist vera í járnum. Sigríður þarf að taka á öllu sínu til að halda bakaríinu gangandi.

Ferðalag Cilku

Örlagasaga stúlku frá Slóvakíu sem er kornung send í útrýmingarbúðirnar í Auschwitz. Þar fær yfirmaður augastað á henni sem verður til þess að hún lifir af. En í stríðslok er hún sökuð um samstarf við kúgarana og send í næstu fangabúðir, engu skárri, gúlagið í Síberíu. Átakanleg frásögn byggð á sönnum atburðum, eftir sama höfund og Húðflúrarinn í Auschwitz.