Höfundur: Ómar Ragnarsson

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Af einskærri Sumargleði Sögur frá litríkum skemmtanaferli Ómar Ragnarsson Forlagið - Iðunn Hér segir Ómar á bráðsmellinn hátt frá árunum með Sumargleðinni, sem hann stofnaði með Ragnari Bjarnasyni söngvara. Þeir ferðuðust um landið sumrin 1971–1985 og héldu uppi söng, gríni og gleði. Einnig rekur Ómar upphaf ferils síns og segir frá skemmt­ana­lífinu á Íslandi áður fyrr; revíunum, héraðs­mót­unum og ekki síst samferðafólki sínu.
Stiklur um undur Íslands Ómar Ragnarsson Sögur útgáfa Við fylgjum eldhuganum Ómari Ragnarssyni, helsta baráttumanni okkar fyrir íslenskri náttúru, um perlur og stórbrotna staði þessa undralands sem Ísland er. Fetum í fótspor hans og ljósmyndarans Friðþjófs Helgasonar um fáfarnar slóðir, leynistaði sem þeir hafa heimsótt og svæði sem Ómar hefur sérstakt dálæti á. Ómar og Friðþjófur – stiklarar í 50 ár.