Höfundur: Quentin Bates
Úr eldri árgöngum
Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.
| Titill | Höfundur | Útgefandi | Lýsing |
|---|---|---|---|
| Helköld illska | Quentin Bates | Ugla | Lögregluforinginn Gunnhildur trúir ekki á tilvist drauga. En þegar samstarfsmaður hennar telur sig hafa séð mann sem var úrskurðaður látinn fyrir fimmtán árum renna á hana tvær grímur. En hvort sem um er að ræða draug eða mann af holdi og blóði er þessi sýn ekki góðs viti. |
| Kuldagustur | Quentin Bates | Ugla | Þriðja bókin um lögregluforingjann Gunnhildi. – Gunnhildur hefur fengið leyfi frá störfum til að vera lífvörður manns sem fé hefur verið sett til höfuðs. Þeim er komið fyrir á „öruggum stað“ utan Reykjavíkur. Brátt kemur í ljós að þau eru alls ekki örugg og staðurinn ekki eins leynilegur og látið hafði verið í veðri vaka. |
| Sumarhrollur Glæpasaga sem gerist á Íslandi | Quentin Bates | Ugla | Í sumarlok verður meinleysislegur smiður, sem stundum tekur að sér verkefni á mörkum gráa hagkerfisins, aðgangshörðum handrukkara að bana í nauðvörn og felur líkið. Handrukkarans er saknað, mannshvarf tilkynnt til lögreglu og rannsóknarlögreglumennirnir Gunnhildur og Helgi fá málið í sínar hendur. |