Höfundur: Ragnheiður Gestsdóttir

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Blinda Ragnheiður Gestsdóttir Björt bókaútgáfa - Bókabeitan Þegar sjónin dofnar og myrkrið færist nær verður eitt skýrt og augljóst. Glæpsins þarf að hefna. En hvernig? Sólveig er ósköp venjuleg kona; tæplega sextug ekkja, móðir og amma. Glæpur sem framinn var fyrir mörgum árum hefur mótað líf hennar og fjölskyldunnar, þótt enginn viti af honum nema hún sjálf. Og hann. Sá sem þarf að deyja.
Farangur Ragnheiður Gestsdóttir Björt bókaútgáfa - Bókabeitan Ylfa stendur á brautarpallinum, loksins búin að gera upp hug sinn. Hún verður að komast burt. Undir eins, áður en hann vaknar. Ekkert má koma í veg fyrir að hún komist af stað. Ekki einu sinni þessi óvænti farangur sem hún fær í fangið. Farangur er grípandi og hrollvekjandi spennusaga sem erfitt er að leggja frá sér fyrr en að lestri loknum.
Ljósaserían Jólaljós Ragnheiður Gestsdóttir Bókabeitan Jólaljósin lýsa upp skammdegið og stytta biðina eftir jólunum. En af hverju eru ekki komin upp nein ljós á númer 12? Og af hverju er Þormóður á efstu hæðinni alltaf í fúlu skapi? Blær og Fatíma ákveða að gera eitthvað í málunum því stundum þurfa krakkar bara að láta til sín taka.
Steinninn Ragnheiður Gestsdóttir Björt bókaútgáfa - Bókabeitan Hún Steinunn Sumarliðadóttir hefur boðið til veislu, enda á hún sjötugsafmæli og því ber að fagna. Á svona tímamótum er til siðs að líta yfir farinn veg en óvænt afmælisgjöf verður til þess að Steinunn kýs að rífa af sér alla fjötra síns fyrra lífs og fljúta á vit hins óvænta.