Höfundur: Ragnheiður Jóna Þorgrímsdóttir

Barist fyrir veik hross

Frásögn úr grasrótinni

Nærri álveri í Hvalfirði mælast fjórföld flúorgildi í beinum hrossa miðað við hross af ómenguðum svæðum. Hér bjuggu foreldrar höfundar í hálfa öld með heilbrigðan bústofn. Eftir mengunarslys í álverinu sumarið 2006 tóku hross höfundar að veikjast og veikindin urðu viðvarandi. Eftirlitsstofnanir komu hrossunum ekki til hjálpar.