Höfundur: Satu Rämö

Rósa og Björk

Hvað varð um Rósu og Björk, yngri systur Hildar, sem hurfu sporlaust árið 1994? Eftir öll þessi ár virðist Hildur loks vera komin á slóðina en þá kemur upp nýtt mál sem hún þarf að sinna í starfi sínu í lögreglunni á Ísafirði. Satu Rämö er finnsk en býr á Íslandi. Fyrsta bók hennar um Hildi sló í gegn og hér er komið æsispennandi framhald.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Hildur Satu Rämö Forlagið - Vaka-Helgafell Snjóflóð fellur á sumarhúsabyggð við Ísafjörð og Hildur og félagar hennar í lögreglunni mæta á staðinn. Í rústunum finna þau mann sem hefur verið myrtur – í friðsælum bænum er eitthvað kynlegt á seyði. Satu Rämö er finnsk en hefur búið lengi á Íslandi. Spennusögur hennar um Hildi eru orðnar þrjár og hafa slegið rækilega í gegn í Finnlandi og víðar.