Morðin í Dillonshúsi
Örlagasaga mæðgnanna Sigríðar Ögmundsdóttur og Huldu Karenar Larsen
Storytel-verðlaunin 2025. Fyrir 70 árum gerðist hræðilegur harmleikur í Dillonshúsi við Suðurgötu 2 í Reykjavík. Að morgni 26. febrúar 1953 gaf heimilisfaðirinn eiginkonu sinni og þremur ungum börnum þeirra eitur og svipti svo sjálfan sig lífi. Í þessari bók er rakin saga þeirra sem við sögu komu. Áhrifamikil fjölskyldusaga.