Höfundur: Sigríður Láretta Jónsdóttir

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Hundrað óhöpp Hemingways Lilja Sigurðardóttir Storytel Original Glæpasagnadrottningin Lilja Sigurðardóttir fetar hér nýjar slóðir og leiðir hlustendur í gegnum ævi rithöfundarins Ernests Hemingways, allt frá æsku hans sem lítil stúlka til harmrænna endaloka hans. Örn Árnason túlkar Hemingway af sinni alkunnu snilld, og á leiðinni er staldrað við fjölmörg ævintýraleg óhöpp skáldsins.
Hún gengur í myrkri Kolbrún Valbergsdóttir Storytel Original Undir friðsælu yfirborði smábæjarins Þorlákshafnar leynist þreifandi myrkur. Lára þarf að kafa ofan í djúp leyndarmál bæjarbúa og rífa af gömlum sárum til að leysa ráðgátuna um heyrnarlausa stúlku sem hvarf með húð og hári. En hvað ef lausnin er nær en virðist?