Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Hundrað óhöpp Hemingways

  • Höfundur Lilja Sigurðardóttir
  • Lesari Birgitta Birgisdóttir, Sigríður Láretta Jónsdóttir, Örn Árnason, Lilja Sigurðardóttir, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Pálmi Gestsson, Haraldur Ari Stefánsson og Kolbeinn Arnbjörnsson
Forsíða bókarinnar

Glæpasagnadrottningin Lilja Sigurðardóttir fetar hér nýjar slóðir og leiðir hlustendur í gegnum ævi rithöfundarins Ernests Hemingways, allt frá æsku hans sem lítil stúlka til harmrænna endaloka hans. Örn Árnason túlkar Hemingway af sinni alkunnu snilld, og á leiðinni er staldrað við fjölmörg ævintýraleg óhöpp skáldsins.

Svo virðist sem þeim sé mest umhugað um heppnina sem minnst af henni fá. Það á allavega við um bandaríska rithöfundinn Ernest Hemingway. Þegar hann staulaðist út úr bíl við sjúkrahúsið í borginni Entebbe í Úganda þann 25. janúar 1954 höfuðkúpubrotinn, slasaður á hendi og fæti og með töluverð brunasár eftir að hafa lent í tveimur flugslysum á tveimur dögum, ávarpaði hann aðvífandi blaðamenn með orðunum: ,,My luck still holds“, eða „Ég hangi enn á heppninni.“