Höfundur: Sigrún Elíasdóttir
Úr eldri árgöngum
Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.
| Titill | Höfundur | Útgefandi | Lýsing |
|---|---|---|---|
| Höllin á hæðinni | Sigrún Elíasdóttir | Storytel Original | Þegar besta vinkona Sögu erfir hús eftir afa sinn á Eyrarvík, Berntsenhöllina, lítur hún á það sem einstakt tækifæri til að prófa eitthvað alveg nýtt. Saga flytur úr borginni til Eyrarvíkur á Vestfjörðum, í samfélag sem er fámennt og náið og þar sem aðkomufólk er sjaldséð. |
| Ferðin á heimsenda Illfyglið | Sigrún Elíasdóttir | Forlagið - JPV útgáfa | Húgó og Alex eru búin að týna hvort öðru en halda þrátt fyrir það áfram leitinni að síðustu steinstyttunni. Á meðan þau kljást við úrillan dreka, blóðþyrsta drottningu og allt of kurteist skrímsli sveimar Illfyglið yfir og veit að brátt mun tími þess renna upp. Þetta er lokabindið í bráðfyndnum fantasíuþríleik fyrir 8–12 ára lesendur. |
| Ný byrjun í Höllinni | Sigrún Elíasdóttir | Storytel Original | Kvikmyndatökulið flykkist inn í litla þorpið Eyravík og setur allt á annan endann. Með Trausta sér við hlið þarf Saga að tryggja að allt gangi upp - og í leiðinni kynnast þau tvö betur en nokkru sinni áður. Emilía kemur til þorpsins á flótta undan kulnandi ástarsambandi. Þetta átti að vera stundarflótti en hver veit, kannski er þetta ný byrjun? |