Höfundur: Soffía Elín Sigurðardóttir

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Súperbækur Súper Viðstödd Paola Cardenas og Soffía Elín Sigurðardóttir Sjálfstyrkur Klara er fjörug og uppátækjasöm stúlka. Hún á stundum erfitt með að einbeita sér og truflast auðveldlega. Með aðstoð frá Súper Viðstaddri og afa sínum lærir Klara að nota núvitundaræfingar og jóga til að róa hugann og fær um leið útrás fyrir hreyfiþörfina og leiðir til þess að takast a við krefjandi aðstæður.
Súperbækur Súper Vinalegur Paola Cardenas og Soffía Elín Sigurðardóttir Sjálfstyrkur Nói er ævintýragjarn og sniðugur strákur. Hann er stundum feiminn og finnur fyrir kvíða þegar hann er í kringum aðra krakka. Með aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar (HAM) líður Nóa betur og lærir gagnlegar leiðir til þess að taka á við kvíða og auka félagsfærni.
Súperbækur Súper Vitrænn Paola Cardenas og Soffía Elín Sigurðardóttir Sjálfstyrkur Tristan er tilfinningaríkur drengur sem fær stundum óþægilegar hugsanir og verður þá dapur. Með aðstoð frá Súper Vitrænum lærir hann hvernig hugsanir, tilfinningar og hegðun hafa áhrif á hvort annað.