Höfundur: Sólveig Sif Hreiðarsdóttir

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Á hjara veraldar Geraldine McCaughrean Kver bókaútgáfa Hópur drengja er skilinn eftir í Kappadranga til að veiða sjófugl og ná í egg en enginn kemur að sækja þá. Hvað hefur gerst, hvenær verða þeir sóttir? Í erfiðum aðstæðum kemur innri maður í ljós. Spennandi og hjartnæm. Þýðingin var tilnefnd til Íslensku þýðingaverðlaunanna og Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar.
Roald Dahl bækurnar Gírafína og Pellinn og ég Roald Dahl Kver bókaútgáfa Gírafína og Pellinn og ég fjallar drenginn Ella, sem langar að eignast sælgætisbúð, og gíraffa, pelíkana og apa, sem eru nýflutt til landsins. Dýrin reka gluggaþvottafyrirtækið Stigalausa gluggaþvottagengið. Elli og dýrin lenda í spennandi ævintýrum. Hugmyndaríki, húmor og stílbrögð Roalds Dahl njóta sín vel í þessari bók. Dillandi fyndin.
Roald Dahl bækurnar Jakob og risastóra ferskjan Roald Dahl Kver bókaútgáfa Jakob og risastóra ferskjan er ný þýðing á sígildu og vinsælu barnabókinni James and the Giant Peach eftir Roald Dahl. Ævintýraleg frásögn um lítinn dreng sem lendir í stórkostlegu ferðalagi í risastórri ferskju með kónguló, maríuhænu og fleiri talandi verum sem eru ýmsum hæfileikum gæddar. Quentin Blake er myndhöfundur.
Fyrsta bók Loki: leiðarvísir fyrir prakkara Louie Stowell Kver bókaútgáfa Loki er mikill prakkari en nú hefur hann gengið of langt! Óðinn sendir hann til jarðar sem 11 ára dreng sem þarf að læra að verða almennilegur – eða eyða eilífðinni með eitursnákum! Töfradagbók sem Loki þarf að halda byrjar í -3000 dyggðastigum en til að komast aftur heim í Ásgarð þarf hann að ná +3000 dyggðastigum! Getur Loki hætt að stríða?
Roald Dahl bækurnar Matthildur Sérútgáfa - takmarkað upplag Roald Dahl Kver bókaútgáfa Hér er á ferðinni dásemdarbókin Matthildur eftir hinn ástæla rithöfund Roald Dahl. Þessi sérútgáfa er tengd aðlögun Netflix á söngleiknum Matthildi sem hefur fengið frábærar umsagnir gagnrýnenda eftir forsýningar. Bókin er gefin út í takmörkuðu upplagi.
Roald Dahl bækurnar Nornirnar Roald Dahl Kver bókaútgáfa Lítill drengur býr hjá ömmu sinni. Helstu óvinir þeirra eru nornir sem þola ekki börn og vilja útrýma þeim með æðstu aðalnorn fremsta í fylkingu. Tekst þeim ætlunarverk sitt? Fyndin, skemmtileg og örlítið ljúfsár bók frá sagnameistaranum snjalla Roald Dahl. Endurútgáfa.
Fyrsta bók Rumpuskógur Nadia Shireen Kver bókaútgáfa Rumpuskógur eftir Nadiu Shireen er hrikalega fyndin, frumleg og spennandi bók sem lýsir ótrúlegu ævintýri borgarrefanna og systkinanna Nönnu og Tedda. Eftir óheppilegt atvik sem tengist rófunni á Bollu prinsessu neyðast þau til að flýja til Rumpuskógar þar sem íbúarnir eru margir afar sérstakir, jafnvel hættulegir. Og spennan magnast!
Ritröð: Útlagarnir Scarlett og Browne Útlagarnir Scarlett & Browne Frásögn af fífldjörfum hetjudáðum og bíræfnum glæpum. Jonathan Stroud Kver bókaútgáfa Ný sería úr smiðju meistara Jonathans Strouds um Scarlett McCain sjálfstæða stelpu sem kallar ekki allt ömmu sína og óvæntan ferðafélaga hennar Albert Browne. Sögusviðið er sundurslitið Bretland í framtíðinni eftir náttúruhamfarir og stríð. Ofvaxin rándýr ráfa um og náberarnir hryllilegu leynast víða. Spennandi, heillandi og full af húmor.