Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Fyrsta bók Rumpuskógur

Forsíða bókarinnar

Rumpuskógur eftir Nadiu Shireen er hrikalega fyndin, frumleg og spennandi bók sem lýsir ótrúlegu ævintýri borgarrefanna og systkinanna Nönnu og Tedda. Eftir óheppilegt atvik sem tengist rófunni á Bollu prinsessu neyðast þau til að flýja til Rumpuskógar þar sem íbúarnir eru margir afar sérstakir, jafnvel hættulegir. Og spennan magnast!

Rumpuskógur eftir Nadiu Shireen er fyrsta bók í geysivinsælli ritröð sem slegið hefur í gegn erlendis. Rumpuskógur fjallar um yrðlingasystkinin Tedda og Nönnu sem búa í London. Dag einn verður óheppilegt atvik sem þar sem Teddi bítur óvart rófuna af Bollu prinsessu og þau þurfa að leggja á flótta undan henni í skyndingu, en Bolla prinsessa er einn ógnvænlegasti útigangskötturinn í allri borginni. Þau flýja út í sveit, í skóg sem kallast Rumpuskógur, í þeirri von að þar bíði þeirra rólegt líf fjarri henni Bollu. Hins vegar er Rumpuskógur enginn venjulegur skógur. Þar búa ýmsir undarlegir og jafnvel viðsjárverðir karakterar og undarlegur leikur sem kallast trébank er þar í hávegum hafður. Lífið er hreint ekki eins notalegt og þau höfðu ímyndað sér í Rumpuskógi. Engu að síður er það þannig að þótt íbúarnir séu undarlegir standa þeir saman og eru alveg ágætir þegar á reynir. Þegar Bolla prinsessa leitar þau Tedda og Nönnu uppi leggjast íbúar Rumpuskógar á eitt og berjast af lífi og sál í kapphlaupi við tímann við að bjarga systkinunum.

Rumpuskógur er ótrúlega fyndin, skemmtileg og þrælspennandi bók sem gefur lesandanum stórkostlega lestrarupplifun. Myndlýsingar Nadiu Shireen eru einstaklega skemmtilegar og tala bæði inn í söguna og til lesandans. Bókin er sú fyrsta í þriggja binda ritröð sem notið hefur geysimikilla vinsælda erlendis.

Nadia Shireen er breskur barnabókarithöfundur og myndhöfundur. Hún hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda og er afar vinsæl meðal ungra lesenda sinna. Rumpuskógur er tíunda bók höfundar.