Höfundur: Steinar J. Lúðvíksson
Úr eldri árgöngum
Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.
| Titill | Höfundur | Útgefandi | Lýsing |
|---|---|---|---|
| Laxá í Aðaldal Drottning norðursins 80 ára saga Laxárfélagsins | Steinar J. Lúðvíksson | Fagurskinna | Laxá í Aðaldal hefur verið kölluð drottning norðursins. Hún er rómuð fyrir fegurð og fisksæld og er ein af perlum íslenskrar náttúru. Hér rekur Steinar J. Lúðvíksson sögu veiða í ánni, segir frá frægum veiðimönnum og minna þekktum, og deilum um nýtingu hennar. |
| Hetjudáðir á hafi úti | Steinar J. Lúðvíksson | Veröld | Í tímans rás hefur fjölmörgum sjómönnum verið bjargað af skipum á hafi úti – oftar en ekki við mjög slæmar aðstæður. Hér fjallar Steinar um helstu hetjudáðir sjómanna á hafi úti þegar þeir hafa bjargað kollegum sínum á öðrum skipum þar sem við blasir blaut gröfin. Einnig er fylgst með því sem gerist um borð í skipunum sem eru að farast. |
| Skipin sem hurfu | Steinar J. Lúðvíksson | Veröld | Hér er fjallað um skip sem hurfu á öldinni sem leið. Í sumum tilvikum er vitað á hvaða hátt þau fórust og jafnvel var fylgst með síðustu andartökum skipverja. Í öðrum tilvikum var enginn til frásagnar og aðeins hægt að geta sér til um hver afdrif þeirra urðu – skýringar komu stundum mörgum árum síðar. Mikil dulúð fylgdi hvarfi sumra skipanna ... |
| Skipskaðar á svörtum söndum Örlög og mannraunir á suðurströndinni | Steinar J. Lúðvíksson | Veröld | Sandarnir miklu á suðurströndinni hafa orðið grafreitur margra skipa. Barátta sjómanna fyrir lífi sínu í brjáluðu briminu hefur oftar en ekki verið tvísýn. Hér er fjallað um söguleg skipbrot við suðurströndina allt aftur til mannskæðasta sjóslyss Íslandssögunnar, þegar Gullskipið strandaði. |
| Sveinn Benediktsson Ævisaga brautryðjanda og athafnamanns | Steinar J. Lúðvíksson | Ugla | Um hálfrar aldar skeið var Sveinn Benediktsson einn áhrifamesti maður í sjávarútvegi Íslendinga. Hann var stjórnarformaður Síldarverksmiðja ríkisins, forystumaður í Bæjarútgerð Reykjavíkur, stjórnarmaður í helstu hagsmunasamtökum fyrirtækja í sjávarútvegi og lét mjög að sér kveða á opinberum vettvangi um allt sem laut að sjávarútvegsmálum. |
| Þrútið var loft og þungur sjór Frásagnir frá fyrri tíð | Steinar J. Lúðvíksson | Veröld | Þrútið var loft og þungur sjór eftir Steinar J. Lúðvíksson er afar fróðleg og áhugaverð bók um sjóskaða við strendur Íslands. Hér segir frá skipbrotsmönnum hringinn í kringum landið fyrr á tíð, giftusamlegum björgunum, hörmulegum mannsköðum, gjörningaveðrum, feigð og baráttu við landhelgisbrjóta. |