Höfundur: Steingrímur Arason

Litla gula hænan

Þessi frægasta dæmisaga hérlendis, ættuð úr Vesturheimi, var mörgum fyrsta lesefni ævinnar. Hún er ekki síður eftirminnileg fyrir tæran réttlætisboðskap sem oft er vitnað til. Í bókinni eru fleiri kunnuglegar sögur, svo sem um sætabrauðsdrenginn og Unga litla. Hér hafa myndir úr fyrstu útgáfu bókarinnar frá 1930 verið endurgerðar.