Höfundur: Steinn Kárason

Synda selir

Smásögur

Smásögur sem gerast á Íslandi og erlendis. Sagt frá ungum dreng sem gefur skyggnigáfu sína upp á bátinn, Danmerkurdögum með skáldlegu ívafi, gamalli konu með göngugreind, tímaflakki milli heimsálfa, sundfélögum sem leysa landsmálin í legvatni, vinskap manna með ólíka kynhneigð, pólitískum mannaráðningum og kynbótum á mönnum sem hljóta óvæntan endi.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Glaðlega leikur skugginn í sólskininu Steinn Kárason Steinn útgáfa Drengur vex upp í sjávarþorpi við fjörð sem fóstrar blómlegar sveitir. Hann sér eitt og annað sem aðrir skynja ekki. Það reynist honum þungt í skauti. Ógeðfelldir atburðir gerast í lífi fólksins. Mannlegur breyskleiki birtist í ýmsum myndum. Sannleikur þolir ekki dagsljós. Hlýr blær og glettni ríkja í sögunni þrátt fyrir skuggalegt baksvið.