Ritröð Árnastofnunar nr. 120 Þorsteins saga Víkingssonar
Útgáfa eftir AM 556 b 4to
Þorsteins saga Víkingssonar telst til fornaldarsagna Norðurlanda og var að öllum líkindum samin á 14. öld. Í sögunni er greint frá ævintýrum aðalhetjanna sem ferðast víða, afla sér fjár og frægðar og sigrast á margvíslegum hindrunum sem á vegi þeirra verða.