Höfundur: Þórdís Helgadóttir

Armeló

Elfur hatar að ferðast. Einhverra hluta vegna er hún samt komin hingað, til þessa óspennandi smábæjar, með Birgi. Nema Birgir er allt í einu horfinn, ásamt bílnum og öllum farangrinum. Hún skilur þetta ekki, hann er ekki beint hvatvís. En það var eitthvað sem hann sagði kvöldið sem þau rifust í fyrsta skipti. Kvöldið áður en þau komu til Armeló.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Tanntaka Þórdís Helgadóttir Forlagið - Mál og menning Tanntaka er frjó og áleitin ljóðabók, lofgjörð til þess að villast og vafra, umbreytast, fullorðnast og finna sinn innri styrk. Þórdís vakti mikla athygli fyrir smásagnasafnið Keisaramörgæsir og hefur líka sent frá sér tvær ljóðabækur og skáldsögu í félagi við höfundahópinn Svikaskáld. Hún hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör 2021.