Höfundur: Þorgrímur Þráinsson

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Tunglið, tunglið taktu mig Þorgrímur Þráinsson Forlagið - Mál og menning Máney á heima í sveitinni hjá ömmu og afa þar sem hún á bæði hund og lamb. Þegar Sólmundur flytur á næsta bæ er hann eins og geimvera og gargar á alla, en það breytist þegar þau Máney lenda saman í ævintýrum. Það besta er þó að Sólmundur á litla systur sem getur kannski orðið systir Máneyjar líka. Skemmtileg og einlæg saga eftir einn vinsælasta ...
Verum ástfangin af lífinu Þorgrímur Þráinsson Forlagið - Mál og menning Bók fyrir ungt fólk (og áhugasama foreldra), stútfull af hvatningu og ráðum til að verða sinnar eigin gæfu smiður – meðal annars er fjallað um samskipti við vini og fjölskyldu, mikilvægi hreyfingar, nauðsyn þess að setja sér markmið, hvernig á að rækta hæfileika sína, baráttuna við kvíða og hvernig ÞÚ getur orðið betri manneskja.
Verum ástfangin af lífinu – vinnubók Þorgrímur Þráinsson Forlagið - Mál og menning Vinnubók sem fylgir eftir hinni vinsælu bók Verum ástfangin af lífinu. Þorgrímur hvetur ungmenni landsins til dáða með fjölmörgum verkefnum sem auka sjálfsþekkingu, aðstoða við að setja markmið og temja sér dugnað, sjálfsaga og einbeitingu. Allt eru þetta mikilvæg atriði til að styrkja sjálfsmynd krakka og löngun þeirra til að standa á eigin fótum.