Höfundur: Þórir Jónsson Hraundal

Smárit stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur Al-Andalus

Saga múslima á Íberíuskaga

Sagan nær yfir níu alda viðveru múslima á Spáni og í Portúgal, frá 711 til 1614. Rakinn er uppgangur veldis þeirra, allt frá orrustum við Vestgota, til blómaskeiðs samfélags múslima á Spáni í borgunum Cordoba og Granada, og brottreksturs þeirra frá Spáni á árunum 1609–1614.