Höfundur: Þuríður Blær Jóhannsdóttir

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Hundrað óhöpp Hemingways Lilja Sigurðardóttir Storytel Glæpasagnadrottningin Lilja Sigurðardóttir fetar hér nýjar slóðir og leiðir hlustendur í gegnum ævi rithöfundarins Ernests Hemingways, allt frá æsku hans sem lítil stúlka til harmrænna endaloka hans. Örn Árnason túlkar Hemingway af sinni alkunnu snilld, og á leiðinni er staldrað við fjölmörg ævintýraleg óhöpp skáldsins.
Yfirsjónir Hlín Agnarsdóttir Storytel Yfirsjónir er safn fimm samtengdra smásagna sem hverfast um ofbeldi og afleiðingar þess. Sjónarhornið er oft óvænt og frásögnin margslungin. Sérhver saga er sjálfstætt verk. Sögurnar geta bæði verið nístandi sorglegar og launfyndnar en allar eiga þær það sammerkt að hitta lesandann í hjartastað.
Ævintýri Freyju og Frikka Bókaflokkur Felix Bergsson Storytel Freyja og Frikki eru 11 ára systkini, góðir vinir en býsna ólík: Freyja er fjörugt ólíkindatól en Frikki er hæglátur bókaormur sem hugsar sitt. Ævintýri Freyju og Frikka er sannkölluð ævintýraferð um framandi slóðir fyrir alla fjölskylduna.