Höfundur: Valgerður Kr. Brynjólfsdóttir

Ritröð Árnastofnunar nr. 119 Meyjar og völd

Rímur og saga af Mábil sterku

Konungsdóttirin Mábil sterka frá Vallandi er öllum fremri í riddaralistum. Hún drýgir miklar hetjudáðir í bardögum og beitir óhefðbundnum aðferðum við að klekkja á helsta óvini sínum, Medeu drottningu í Grikklandi. Sömuleiðis ver hún Móbil systur sína frækilega gegn ásókn karla sem vilja kvænast henni og heimta þannig krúnuna.