Sóley og Fífa fara í berjamó
Frænkurnar Sóley og Fífa eru bestu vinkonur en búa í sitthvorum landshlutanum. Það er því mikil eftirvænting þegar þær hittast. Í bókinni segir frá vináttu þeirra, fallegum samskiptum, fuglum, blómum, náttúrunni og auðvitað berjunum! Sóley og Fífa fara í berjamó er fyrsta sagan í nýjum bókaflokki um þessar lífsglöðu og forvitnu frænkur.