Yfirrétturinn á Íslandi: Dómar og skjöl V. 1742–1746

Forsíða kápu bókarinnar

Fjölbreytt mál komu fyrir réttinn en þar á meðal eru spilling embættismanna, hórdómsbrot, rógburður og hártog. Ólétt vinnukona var flutt hreppaflutningum yfir sýslumörk og fyrrverandi sýslumaður var dæmdur útlægur úr héraðinu. Skjöl Yfirréttarins veita einstaka innsýn í íslenskt samfélag á 18. öld.

Yfirrétturinn var æðsti áfrýjunardómstóll innanlands og þegar dómsmál voru tekin fyrir þar lá oftar en ekki áralöng óvild að baki málaferlunum. Auk þess að vera vitnisburður um ýmsar hliðar á lífi almennings eru skjöl Yfirréttarins heimild um þekkta einstaklinga úr Íslandssögunni á borð við Skúla Magnússon og innbyrðis átök æðstu embættismanna landsins.

Alþingi styrkti útgáfuna.