Útgefandi: Þjóðminjasafn Íslands

Á elleftu stundu

I den ellevte time

Í yfir þúsund ár voru torfhús helstu híbýli Íslendinga. Á 8. áratug síðustu aldar ferðuðust danskir arkitektanemar um landið og mældu upp og teiknuðu einstakan byggingarstíl íslenskra torfhúsa og annarra bygginga sem hætt var við að féllu í gleymskunnar dá. Ríkulega myndskreytt bók sem veitir innsýn í fjölbreytta íslenska byggingararfleifð.

Með verkum handanna - Íslenskur refilsaumur fyrri alda

Creative Hands - Icelandic laid-and-couched embroideries of past centuries

Í bókinni Með verkum handanna eru lagðar fram niðurstöður áratugarannsókna Elsu E. Guðjónsson textíl- og búningafræðings (1924-2010) á þeim fimmtán íslensku refilsaumsklæðum sem varðveist hafa. Í klæðunum eru varðveitt einhver stórbrotnustu listaverk Íslendinga frá fyrri öldum og þau hafa sérstöðu í alþjóðlegu samhengi.