Niðurstöður

  • Völuspá útgáfa

Markús

Á flótta í 40 ár. Öðruvísi Íslandssaga

Jón Hjaltason sagnfræðingur notar ótrúlega sögu útlagans Markúsar Ívarssonar til að varpa ljósi á lífsaðstæður á 19. öld og tekst á við goðsagnir. Máttu fátækir giftast? Hvað með „falleraðar“ konur? Alræði bænda? Voru einstæðar mæður réttlausar? Fjallað er um tukthús og böðla, ótrúlegar skyldur presta, hór, legorð og faðernispróf 19. aldar.

Ótrúlegt en satt

Saga Akureyrar í öðruvísi ljósi

Sagnfræðingurinn Jón Hjaltason kemur víða við í þessari fróðlegu og afar skemmtilegu bók. Hið óvenjulega í sögu Akureyrar er í sviðsljósinu, það sem síður er talað um og verður út undan. Mikill fjöldi ljósmynda bregður skærri birtu á kaupstaðinn við Pollinn. Margar þeirra hafa aldrei birst á prenti og segja sögu sem við höfum aldrei séð fyrr en nú.

Skriðuhreppur hinn forni 1. og 2. b.

Bændur og búalið á 19. öld

Í þessu tveggja binda stórvirki segir skólameistarinn Bernharð Haraldsson 19. aldar sögu 64 bæja í Skriðuhreppnum forna í Öxnadal og Hörgárdal og byggir á frumheimildum, m.a. dómabókum, kirkju- og hreppsins bókum. Sagt er frá ábúendum, forfeðrum þeirra, formæðrum og afkomendum í gleði og sorg. Hér tvinnast með einstæðum hætti saman sagnfræði, ættfræði og héraðslýsing.

Þessir Aku­reyringar ...!

Úrval grínsagna um íbúa bæjarins þar sem góða veðrið var fundið upp

Uppákomur, spaugsyrði og lögmannsraunir. Gunni Palli skýtur dýrasta“ hringanóra sögunnar, „ekki fikta í tökkunum“, Margrét Blöndal grefst fyrir um Íslandsmetið í golfi, munurinn á Akureyringum og Reykvíkingum og forsetinn Kiddi frá Tjörn heimsækir spítalann. Og Ódi eltist við naktar stúlkur. Fyndnasta bók þessara jóla.