Höfundur: Þórdís Bachmann

22.11.63

Hvað ef maður gæti farið til baka í tíma og breytt gangi sögunnar? Hvað ef vatnaskilin sem maður gæti breytt væri morðið á John F. Kennedy Bandaríkjaforseta? Árið 2011 heldur enskukennarinn Jake Epping í ævintýralegan leiðangur með það fyrir augum að koma í veg fyrir morðið á JFK 22. nóvember 1963. – Eitt af meistaraverkum konungs sálfræðitryllanna

Lengsta nóttin

Í þéttri snjókomu hugsar Vera Stanhope um það eitt að komast sem fyrst heim. En hún villist af leið og allt í einu blasir við henni yfirgefin bifreið í vegkantinum. Í bílnum reynist vera ungbarn. Vera tekur barnið með sér svo það frjósi ekki í hel og ekur að gömlu setri. Þar liggur andvana kona í snjónum. Gæti hún verið móðir barnsins?

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Hvísl hrafnanna I-III í pakka Malene Sølvsten Ugla Þrjár bækur í pakka. Anna býr yfir þeirri gáfu að sjá ljóslifandi atburði úr fortíðinni. Allt sitt líf hefur hún verið ein á báti og þurft að treysta á sjálfa sig. Ragnarök vofa yfir og Anna er sú eina sem getur bjargað heiminum. En mörg ljón eru í veginum. Æsipsennandi og bráðskemmtilegur þríleikur sem hlotið hefur einróma lof gagnrýnenda.
Krókódíllinn Katrine Engberg Ugla Ung kona er myrt með hrottafengnum hætti Kaupmannahöfn. Lögregluforingjunum Jeppe Kørner og Anette Werner er falin rannsókn málsins. Í fyrstu beinist grunur að leigusala ungu konunnar en hann hefur gert hana að sögupersónu í glæpasögu þar sem hennar bíða svipuð örlög og í veruleikanum. En skuggar fortíðar leiða rannsóknina brátt á rétta braut ...
Mávurinn Ann Cleeves Ugla Lögreglumaður, sem dæmdur var í fangelsi fyrir spillingu, kveðst búa yfir upplýsingum sem gætu leitt til þess að gamalt mannshvarf upplýsist. Hann vísar Veru á staðinn þar sem finna megi lík mannsins. En við uppgröft koma óvænt í ljós tvær beinagrindur. Rannsóknin vindur upp á sig og tengist með óþægilegum hætti nánum vinum Hectors, föður Veru.
Sjáandinn Stephen King Ugla Johnny Smith liggur lengi í dái eftir alvarlegt bílslys. Þegar hann vaknar úr dáinu finnur hann að dulrænar gáfur sem hann uppgötvaði í æsku hafa magnast um allan helming. Einstakir hæfileikar hans til að skyggnast fram í tímann reynast honum þó fremur bölvun en blessun. Eftir langt hlé koma bækur Stephen King, konungs sálfræðitryllanna, nú aft...