Schantz forlagið Á milli línanna

Forsíða bókarinnar

Hin hvatvísa Emily er kynningarstjóri á Schantz-bókaforlaginu í Stokkhólmi þar sem hún sér um sjálfhverfar rithöfundadívur og skipuleggur stærðarinnar útgáfuhóf og glæsiveislur. Einkalífið er þó enginn dans á rósum en hún er enn að ná áttum sem laus og liðug mamma eftir erfiðan skilnað þegar óvænt ást kemur eins og hvirfilbylur inn í líf hennar.

Á sama tíma fellur höfuð forlagsins frá og Emily lendir milli steins og sleggju í baráttu erfingjanna um framtíð fyrirtækisins. Innan tíðar eykst óreiðan í lífi hennar og álagið í vinnunni. Þar til allt virðist leysast upp í glundroða sem hún neyðist loks til að takast á við.

Á milli línanna er fyrsta bók í vinsælli seríu Johönnu Schrieber sem hefur skapað margslunginn og bráðskemmtilegan heim þar sem kostulegar persónur úr útgáfubransanum eru í brennidepli. Hér er á ferðinni krassandi, kímin og hjartnæm skáldsaga sem lætur engan ósnortinn. Hér í dásamlegum lestri Söru Daggar Ásgeirsdóttur.