Niðurstöður

  • Friðrika Benónýsdóttir

Allt eða ekkert

Lexia Vikander finnst hún ekki eiga heima meðal tággrannra kvenna í auglýsingageiranum sem telja kalóríur í hvert mál. Nýr eigandi hefur tekið við fyrirtækinu sem hún vinnur hjá og það er altalað að mörgum verði sagt upp. Til að hressa sig við bregður Lexia sér á bar. Þar sest við hliðina á henni myndarlegasti maður sem hún hefur séð ...

Fiðrildið

Nakin kona finnst látin í hjarta Kaupmannahafnar. Líkami hennar er þakinn undarlegum skurðum. Rannsókn málsins berst inn í innsta hring danska heilbrigðiskerfisins. Morðingi gengur laus en það er eins og kerfið haldi hlífiskyldi yfir honum. Hver verður næsta fórnarlamb? – Önnur bókin í hinni vinsælu Kaupmannahafnarseríu eftir Katrine Engberg.

John Adderley - önnur bók

Hin systirin

Fólk lítur undan þegar það sér andlit Aliciu Bjelke, svo afmyndað er það. Hún hefur skapað sér líf sem forritari og er höfundur að vinsælli stefnumótasíðu ásamt Stellu systur sinni. Stella er gullfalleg og er andlit fyrirtækis þeirra systra út á við. Þegar Stella er myrt veit Alicia að lífi hennar er líka stefnt í voða.

Kaldamýri

Bærinn Stenräsk árið 1990. Miði á eldhúsborðinu: „Ástin mín. Ég fór að tína krækiber. Varð að komast út. Markus er hjá Karinu.“ Neðst í hægra horninu var stjarnan sem líktist litla óreglulega örinu á maganum. Merki Helenu. Myrkur skall á en Helena kom ekki heim ... – Sjálfstætt framhald metsölubókarinnar Heimskautsbaugurinn.

Nornadrengurinn

3. bókin um Noru Sand

Lík finnst í kirkjugarði í London. Það er af nígerískum prófessor sem hafði verið myrtur með dýrslegum hætti. Skömmu áður hafði hann átt fund með Noru Lind, dönskum fréttaritara í London. Nora er sannfærð um að morðið tengist frægu skilnaðarmáli danskrar raunveruleikastjörnu og rússnesks auðmanns sem berjast um forræði yfir syni þeirra.

Ríki óttans

Eftir stormasamt tímabil í bandarískum stjórnmálum sest nýr forseti í Hvíta húsið. Nýi utanríkisráðherrann, Ellen Adams, er varla tekin við embætti þegar hún stendur frammi fyrir skelfilegri alþjóðlegri ógn. Mögnuð pólitísk spennusaga eftir vinkonurnar Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og metsöluhöfundinn Louise Penny.