Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Að borða Búdda Að borða Búdda

Líf og dauði í tíbeskum bæ

Forsíða bókarinnar

Þegar Rauði her Maos Zedong flúði inn á hásléttu Tíbets voru hermennirnir svo hungraðir að þeir rændu klaustrin og borðuðu trúarlegar styttur úr byggmjöli og smjöri – og álitu að þeir væru að leggja sér sjálfan Búdda til munns.

Demick varpar ljósi á menningu sem hefur verið rómantíseruð af Vesturlandabúum og hvað það þýðir að vera Tíbetbúi í nútímanum, reyna að varðveita menningu sína, trú og tungumál fyrir óstöðvandi ofurvaldi, gripdeildum þess og viðvarandi kúgun.