Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Að breyta heiminum

Forsíða bókarinnar

Marko og Stella, litla systir hans, eru stödd á skrítnum stað. Marko hefur á tilfinningunni að eitthvað slæmt hafi gerst en man ekki hvað. Hann leitar að leiðinni heim og rekst þá á ýmsar furðuverur, eins og Rösk, Verkil og Beru, sem búa yfir leyndum hæfileikum. Furðuverurnar vilja gera vistinasem besta fyrir systkinin og leiða Marko í rétt átt.

Marko hefur á tilfinningunni að eitthvað slæmt hafi gerst en man ekki hvað. Hann leitar að leiðinni heim og rekst þá á ýmsar furðuverur, eins og Rösk, Verkil og Beru, sem búa yfir leyndum hæfileikum. Furðuverurnar vilja gera vistinasem besta fyrir systkinin og leiða Marko í rétt átt.

Að breyta heiminum er ævintýraleg saga um að finna eigið hugrekki - og í leiðinni jafnvel tilganginn með öllu saman.

Ingibjörg Valsdóttir lauk MA-prófi í hagnýtri ritstjórn og útgáfu frá HÍ. Ingibjörg er gefin fyrir lestur, spjall og almenn notalegheit. Hennar uppáhaldsiðja er að skrifa og þýða.