Höfundur: Ingibjörg Valsdóttir

Vinkonur Strákamál 1: Besta sumarið

Jósefína fær loksins leyfi til að verja sumarfríinu hjá frænku sinni úti við sjóinn. Á morgnana á hún að vinna í íssjoppu og eftir hádegi lærir hún á brimbretti. Hún hefur sko engan tíma fyrir stráka og svoleiðis. En fyrsta daginn hittir hún Kris. Hann er rosalega sætur og hann kann að sörfa. Þetta virðist ætla að verða stórkostlegt sumar.

Vinkonur Strákamál 2: Hættuleg hrifning

Emma fer í karateæfingabúðir og þar hittir hún Óliver. Allar stelpurnar eru spenntar fyrir honum en samt líka svolítið smeykar því Óliver er alltaf að slást. Emma bjargar honum frá því að vera sendur heim með því að þykjast vera kærastan hans og í staðinn lofar Óliver að hjálpa henni að æfa sig. Þá sér Emma hliðar á honum sem aðrir þekkja ekki.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Vinkonur Bekkjardrottningin Sara Ejersbo Bókabeitan Jósefína er alveg ákveðin í að vilja ekki vera með vinkonum sínum í sjötta bekk og reynir að fá foreldra sína til að leyfa sér að skipta um skóla. En hvað með Lúkas, sætasta strákinn í skólanum, sem vill endilega að hún verði kyrr? Og er hún tilbúin til að missa vinkonur sínar að eilífu?
Vinkonur Leyndarmál Emmu Sara Ejersbo Bókabeitan Emma er byrjuð í nýjum bekk. Það er frábært tækifæri til að koma sér út úr hlutverki stilltu stelpunnar. Emma uppgötvar að samkeppnin um athyglina í bekknum er mikil. Þess vegna segir hún eina litla hvíta lygi. Lygin vex og allt í einu er allur skólinn að tala um Emmu. Hún verður að gera eitthvað áður en hún verður afhjúpuð.
Vinkonur Youtuber í einn dag Sara Ejersbo Bókabeitan Bekkurinn ætlar að taka þátt í keppninni Youtuber í einn dag og þótt Amöndu finnist hugmyndin heimskuleg fær myndbandið hennar um umhverfisvernd flest áhorf. Í fyrsta skipti upplifir hún að vera vinsæl!