Áður en ég brjálast
Játningar á miðjunni
Kona á miðjum aldri flytur til Kalima þar sem ryk og sandur frá Sahara þyrlast um. Heimsmyndin er að molna og hún raðar saman minningarbrotum sem hafa umbreytt tilverunni.
Dimmblár drykkfelldur hestur verður á vegi hennar og fylgir áleiðis að hvörfum.
Bókin er feminískt skáldverk um ástir, ólík breytingaferli og lífsreynslu róttækrar móður sem leitar heim í skáldskapinn þar sem goðsagnaverur vappa um. Úr verður mósaík minninga, áleitin samtímasaga sem er full af óslökkvandi ævintýraþrá, næmi og tragikómískum galsa.