Ættarmótið

Hræðileg sjón blasir við salargestum á ættarmóti tengdafólks Ölmu blaðamanns. Ósamkomulag ríkir um sölu ættaróðalsins. Er jörðin þess virði að fólk sé tilbúið til að myrða? Skelfing dauðans tekur sinn toll og spennan magnast. Alma reynir að komast til botns í málinu. Sönnunarbyrðin er þung. Kvennaathvarfið kemur við sögu og ástamálin eru flókin. Lögregla er kölluð til og rannsókn hefst.