Útgefandi: GPA

Dóu þá ekki blómin?

Elínborg situr á handriðinu og horfir yfir spegilslétt vatnið. Þetta er kveðjustund sem endist ævilangt. Þessi staður hefur verið henni skjól þegar heimurinn virtist ætla að klofna. Vatnið í sveitinni er gárað af óuppgerðum áföllum og brotin fjölskylda setur svip sinn á ljóma æskuáranna. Kraftmikil og kímin skáldævisaga Guðrúnar Guðlaugsdóttur.