Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Ættarnöfn á Íslandi

Átök um þjóðararf og ímyndir

  • Höfundur Páll Björnsson
Forsíða bókarinnar

Er það einstæður íslenskur þjóðararfur að kenna barn til föður eða móður eða íhaldssemi og fornaldardýrkun? Eru ættarnöfn erlend sníkjumenning sem grefur undan íslensku máli? Hér er rakin saga deilna um ættarnöfn á Íslandi allt frá 19. öld og hvernig þær tengjast sögulegri þróun, svo sem myndun þéttbýlis, uppgangi þjóðernishreyfinga, hernámi Íslands og auknum áhrifum kvenna.

Deilur um ættarnöfn hafa staðið nær sleitulaust á Íslandi frá því um miðja 19. öld. Alþingi hefur þar látið til sín taka en löggjöfin fær þó lítt við tunguna ráðið. Eftir því sem samband þjóðarinnar við útlönd varð nánara og innflytjendum fjölgaði hér á landi, urðu þær raddir háværari sem vildu fylgja þeim sið að kenna fólk til ættar. Deilurnar urðu á stundum harðvítugar og þung orð voru iðulega látin falla, jafnvel í anda kynþáttahyggju. Sumir töldu það einstæðan íslenskan þjóðararf að kenna barn til föður eða móður og kölluðu ættarnöfnin erlenda sníkjumenningu sem græfi undan íslensku máli.

Að mati annarra var hinn forni föðurnafnasiður dæmi um íhaldssemi og fornaldardýrkun og þær raddir heyrðust sem töldu ættarnafnasiðinn þess einan megnugan að færa Íslendingum virðingu annarra þjóða enda bryti bann við ættarnöfnum gegn frelsi einstaklingsins.

Hér fjallar Páll Björnsson sagnfræðingur um þessar deilur og tengir þær sögulegri þróun.