Dagur þjóðar
Þróun 17. júní hátíðarhalda á 19. og 20. öld
Í þessari nýstárlegu bók er sýnt fram á hvernig 17. júní varð að þjóðhátíðardegi Íslendinga snemma á 20. öld, m.a. fyrir tilstilli sjálfstæðishreyfingar þess tíma, félaga í UMFÍ og ÍSÍ, auk verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda. Með þátttöku sinni gerði alþýða manna 17. júní að degi þjóðar án þess að yfirvöld tækju ákvörðun þar um.