Höfundur: Páll Björnsson

Dagur þjóðar

Þróun 17. júní hátíðarhalda á 19. og 20. öld

Í þessari nýstárlegu bók er sýnt fram á hvernig 17. júní varð að þjóðhátíðardegi Íslendinga snemma á 20. öld, m.a. fyrir tilstilli sjálfstæðishreyfingar þess tíma, félaga í UMFÍ og ÍSÍ, auk verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda. Með þátttöku sinni gerði alþýða manna 17. júní að degi þjóðar án þess að yfirvöld tækju ákvörðun þar um.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Ættarnöfn á Íslandi Átök um þjóðararf og ímyndir Páll Björnsson Sögufélag Er það einstæður íslenskur þjóðararfur að kenna barn til föður eða móður eða íhaldssemi og fornaldardýrkun? Eru ættarnöfn erlend sníkjumenning sem grefur undan íslensku máli? Hér er rakin saga deilna um ættarnöfn á Íslandi allt frá 19. öld og hvernig þær tengjast sögulegri þróun, svo sem myndun þéttbýlis, uppgangi þjóðernishreyfinga, hernámi Ísl...