Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Ætti ég að segja þér það?

Forsíða kápu bókarinnar

Amber, Lachlan og Raffaele kynntust á ungingsaldri á heimili góðhjartaðra fósturforeldra í Cornwall á Englandi og hafa haldið nánu sambandi. Amber á sér leyndarmál. Hún er ástfanginn af Lachlan en hann sýnist ekki vera týpan sem vill festa ráð sitt. Raffaele hélt hann hefði fundið draumakærustuna í Vee en samt fór allt úrskeiðis milli þeirra.

Var Vee að fela eitthvað fyrir honum? Fósturpabbinn Teddy hefur fundið ástina á ný. En er hin unga og heillandi draumadís hans öll þar sem hún er séð? Á bak við glitrandi hafið og sólríkan himininn í Cornwall getur allt gerst.

Snjólaug Bragadóttir íslenskaði.

Enski verðlaunahöfundurinn Jill Mansell hefur selt hátt í 14 milljónir eintaka af bókum sínum – og er einn allra vinsælasti höfundur ljúflestrarbóka í heiminum.

„Hvílík bók – stórkostleg!“ – Marian Keyes

„Jill Mansell er drottning feelgood-ástarsagnanna ... fyndin og hugljúf saga um vináttu, fjölskyldu og ævarandi ást.“ – Sunday Express

„Hvílík leiftrandi og skemmtileg lesning! Jill er algjör drottning að skapa persónur sem maður vill strax vingast við..“ – Philippa Ashley