Höfundur: Jill Mansell

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Kannski í þetta sinn Jill Mansell Ugla Ástin var ekki ofarlega í huga Mimi þegar hún fór að heimsækja pabba sinn í litlu þorpi í Cotswolds á Englandi. Og það var ekkert rómantískt við fyrstu fundi hennar og Cal sem hún hitti í þorpinu. En Mimi gat ekki annað en heillast af honum. Fjórum árum síðar liggja leiðir þeirra saman á ný í London.
Það hófst með leyndarmáli Jill Mansell Ugla Lainey hreppti draumastarfið. En til þess þurfti hún að hagræða sannleikanum dálítið (jæja, talsvert mikið). Hún laðast að myndarlegum manni sem tengist starfi hennar. Hvernig myndi hann bregðast við ef hann vissi að hún hafði ekki verið heiðarleg við hann? Lainey er þó ekki sú eina sem geymir með sér leyndarmál – eins og brátt kemur í ljós ...
Þetta gæti breytt öllu Jill Mansell Ugla Ef Essie hefði ekki skrifað þetta tölvubréf – sem enginn átti að sjá nema besta vinkona hennar en fór óvart til allra sem hún þekkti – væri hún enn örugg í fanginu hjá Paul og jafnvel að undirbúa brúðkaup þeirra. En þá hefði hún aldrei flutt í risíbúðina við torgið – og aldrei hitt Conor eða kynnst Lucasi ...