Alfa

Forsíða kápu bókarinnar

Hröð og viðburðarík spennusaga úr nálægri framtíð. Heimurinn er breyttur, að mörgu leyti til batnaðar. Gervigreindin Alfa stýrir samfélaginu og leysir úr öllum málum en sjö manna teymi sér um að allt gangi smurt. En ekki vilja allir lúta stjórn og þegar einn uppreisnarseggurinn lætur lífið við undarlegar aðstæður verður ljóst að eitthvað býr undir.