Niðurstöður

  • Lilja Sigurðardóttir

Náhvít jörð

Á hvítum vetrarmorgni finnst yfirgefinn flutningagámur í Rauðhólum. Þegar hann er opnaður blasir hryllingurinn við: fimm lífvana konur sem hafa greinilega verið fluttar í þessum gámi yfir hafið. Hröð og hrollvekjandi saga um glæpamenn sem svífast einskis og fórnarlömb mansals, þræla nútímans. Þriðja spennusaga Lilju um þau Áróru og Daníel og fólkið í kringum þau.