Höfundur: Lilja Sigurðardóttir

Dauðadjúp sprunga

Snjöll og áhrifarík spennusaga um ógn og ofbeldi, blekkingar og trúnað, fimmta og seinasta bókin um tvíeykið Áróru og Daníel. Áróru líður skár síðan lík systur hennar fannst eftir langa leit en morðmálið er enn óleyst. Peningaþvætti sem hún rannsakar reynist annað og meira, og brátt liggja þræðirnir á ný í Engihjallann, heim til systurinnar sem dó.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Drepsvart hraun Lilja Sigurðardóttir Forlagið - JPV útgáfa Hröð og fimlega fléttuð spennusaga um dularfull mál og óhugnanleg áform, fjórða bókin um Áróru og Daníel. Þegar Áróra fréttir að ókunnugt barn segist vera systir hennar endurfædd bregður henni illa enda hefur hún leitað hennar í þrjú ár. Sama dag fær Daníel undarlegt kveðjubréf frá leigjanda sínum, dragdrottningunni, og síðan óþægilega heimsókn.
Hundrað óhöpp Hemingways Lilja Sigurðardóttir Storytel Glæpasagnadrottningin Lilja Sigurðardóttir fetar hér nýjar slóðir og leiðir hlustendur í gegnum ævi rithöfundarins Ernests Hemingways, allt frá æsku hans sem lítil stúlka til harmrænna endaloka hans. Örn Árnason túlkar Hemingway af sinni alkunnu snilld, og á leiðinni er staldrað við fjölmörg ævintýraleg óhöpp skáldsins.
Náhvít jörð Lilja Sigurðardóttir Forlagið - JPV útgáfa Á hvítum vetrarmorgni finnst yfirgefinn flutningagámur í Rauðhólum. Þegar hann er opnaður blasir hryllingurinn við: fimm lífvana konur sem hafa greinilega verið fluttar í þessum gámi yfir hafið. Hröð og hrollvekjandi saga um glæpamenn sem svífast einskis og fórnarlömb mansals, þræla nútímans. Þriðja spennusaga Lilju um þau Áróru og Daníel og fól...