Álfareiðin
Æsispennandi og öðruvísi álfahrollvekja. Þrír menntskælingar fá það verkefni að búa til hlaðvarpsþátt um álfa. Þau grafa upp dularfullt þorp á Suðurlandi sem tengist álfum og virðist eiga sér blóðuga sögu. Fljótlega verður ljóst að þorpsbúar hafa margt og miður fallegt að fela – og það getur reynst stórhættulegt að spyrja rangra spurninga.