Höfundur: Gunnar Theodór Eggertsson

Jólabókaormurinn

Þið kannist við jólaköttinn en hafið þið heyrt um jólabókaorminn? Hann er nefnilega alveg jafnslæmur, nema hann étur bara þá sem fá ekki bók í jólagjöf! Hafdís og Tómas þekkja söguna en hafa engar áhyggjur því í þorpinu gefa allir bækur. En hefur nokkur séð jólabókaorminn? Er hann til í alvörunni? Systkinin ákveða að skoða þetta nánar ...

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Furðufjall Nornaseiður Gunnar Theodór Eggertsson Forlagið - Vaka-Helgafell Íma dauðöfundar systur sína sem fær að nema galdur hjá nornunum á meðan hún sjálf passar sækýrnar. Andreas lærir járnsmíðar af pabba sínum en dreymir um að verða riddari og vinna hetjudáðir. En brátt verða óvæntir og skelfilegir atburðir sem setja tilveru þeirra í uppnám. Fyrsta bókin í spennandi bókaflokki eftir verðlaunahöfund.
Furðufjall 2 Næturfrost Gunnar Theodór Eggertsson Forlagið - Vaka-Helgafell Önnur bókin í æsispennandi og fallega myndskreyttri ævintýraseríu fyrir börn og unglinga. Andreas og föruneyti hans nema land á Hulinseyju og kynnast álfunum. Íma glímir við nornanámið og kemst á snoðir um hræðilegt leyndarmál sem falið er í fjallinu. En skuggahliðar eyjunnar koma þó fyrst í ljós þegar nóttin skellur á …
Furðufjall 3 Stjörnuljós Gunnar Theodór Eggertsson Forlagið - Vaka-Helgafell Lokabindið í Furðufjalls-seríunni, sem er æsispennandi og ríkulega myndskreytt ævintýrasería fyrir börn og unglinga. Álfastúlkan Íma situr fangin ofan í gömlum hallarrústum þegar hvítur köttur birtist skyndilega. Andreasi er rænt af álfunum en verra er þó að erkióvinur hans, prinsinn, hefur fundið Hulinseyju og hyggur á hefndir.
Vatnið brennur Gunnar Theodór Eggertsson Forlagið - Vaka-Helgafell Gríma er komin austur til að spila á Eistnaflugi en ferðin reynist vendipunktur í lífi hennar. Margslungin og spennandi hrollvekja með sögusvið sem spannar Ísland samtímans jafnt sem Svíþjóð hippatímans en auk þess er samband mannskepnunnar við tónlist skoðað frá óvæntum og oft myrkum hliðum.