Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Allt er svart í myrkr­inu

Forsíða bókarinnar

Tinna er veðurteppt á sjúkrahúsi í litlum bæ úti á landi þar sem hún kynnist Dóru, dóttur yfirlæknisins. Drungalegir atburðir gerast þegar þær hætta sér inn á lokaða deild á sjúkrahúsinu. Fúllyndur hjúkrunarfræðingur eltir þær á röndum og áður en þær vita af eru þær flæktar inn í atburðarás sem reynist þeim lífshættuleg.

Tinna er á leiðinni í vetrarfrí með foreldrum sínum þegar þau lenda í bílslysi á dimmum sveitavegi. Í kjölfarið er Tinna veðurteppt á sjúkrahúsinu í litlum bæ þar sem hún kynnist Dóru, dóttur yfirlæknisins. Dóra þekkir hvern krók og kima hússins og finnur upp á ýmsu skemmtilegu á meðan þær bíða eftir að óveðrið gangi yfir. Fúllyndur hjúkrunarfræðingur virðist alltaf vera á hælunum á þeim og drungalegir atburðir fara að gerast þegar þær hætta sér inn á deild spítalans sem er lokuð. Áður en þær vita af þurfa þær að berjast fyrir lífi sínu í dimmri vetrarnóttinni.