Ljósaserían Rugluskógur
Er eitthvað ævintýralegra en að sofa í hengirúmi undir berum himni? Er einhver sem segir að bíll geti ekki líka verið flugvél? Eða að Esjan geti ekki heitið Skuggheimahóll – og að þar búi skuggaverur sem elska rifrildasúpu?
Er eitthvað ævintýralegra en að sofa í hengirúmi undir berum himni? Er einhver sem segir að bíll geti ekki líka verið flugvél? Eða að Esjan geti ekki heitið Skuggheimahóll – og að þar búi skuggaverur sem elska rifrildasúpu?
Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.
Titill | Höfundur | Útgefandi | Lýsing |
---|---|---|---|
Allt er svart í myrkrinu | Elísabet Thoroddsen | Bókabeitan | Tinna er veðurteppt á sjúkrahúsi í litlum bæ úti á landi þar sem hún kynnist Dóru, dóttur yfirlæknisins. Drungalegir atburðir gerast þegar þær hætta sér inn á lokaða deild á sjúkrahúsinu. Fúllyndur hjúkrunarfræðingur eltir þær á röndum og áður en þær vita af eru þær flæktar inn í atburðarás sem reynist þeim lífshættuleg. |
Á eftir dimmum skýjum | Elísabet Thoroddsen | Bókabeitan | Tinna er flutt og þarf að fóta sig í nýjum skóla. Þegar salerni í unglingadeildinni er sprengt í loft upp fer skólastarfið í uppnám. Tinna og vinir hennar taka málin í sínar hendur. Fyrr en varir eru þau á flótta undan sprengjuvörgum og flækt í atburðarás sem leiðir þau í lífsháska í næturfrosti og myrkri við gömlu höfnina. |
Undir sjöunda þili | Elísabet Thoroddsen | Bókabeitan | Tinna er í sínu fyrsta ferðalagi með skátunum þegar óveður og óvæntir atburðir breyta ævintýrinu í martröð. Hóparnir eru sendir út um miðja nótt að leysa þrautir en Tinnu hættir að lítast á blikuna þegar vísbendingarnar verða sífellt skrítnari og óhugnalegri. Skyndilega skellur á blindbylur og Tinna verður viðskila við hópinn ... |