Lærdómsrit Bókmenntafélagsins Allt um ástina

Forsíða kápu bókarinnar

Ástin er í meðförum bell hooks ekki aðeins óræð tilfinning sem kviknar og leikur lausum hala innra með okkur heldur uppspretta gilda sem ráða mannlegum samskiptum. Ástin er persónuleg en hún er líka stórpólitísk. Hún birtist í umhyggju, virðingu, heilindum og helgun og er óhugsandi án virkrar þátttöku og fullrar ábyrgðar.

Það er engin sérstök ást sem er frátekin fyrir elskendur eingöngu. Sönn ást er grunnur skuldbindingar okkar við sjálf okkur, við fjölskylduna, við vini, við maka, við alla sem við kjósum að elska. Þótt við hegðum okkur á mismunandi máta eftir því hvers eðlis sambandið er, eða hversu mikil skuldbindingin er, þá eru gildin sem einkenna hegðun okkar, og eiga rætur í siðfræði ástarinnar, alltaf þau sömu í öllum samskiptum. Að tilheyra ástríku samfélagi eykur lífsgleðina.

Í þessu magnaða verki bell hooks er ástin meira en tilfinning – hún mótar mannlífið og knýr samfélagið