Amma slær í gegn

Forsíða bókarinnar

Áttunda bókin um Stellu. Listakonan amma Köben slær í gegn og vill bjóða allri fjölskyldunni í heimsókn. Hljómar vel, hvað gæti klikkað? Tvíburarnir kunna þó ekki á kopp (Stella verður að redda því eins og öðru) og svo er nýi danski kærasti ömmu full-fáklæddur fyrir þeirra smekk. Þessi bók ætti eiginlega að heita Amma Köben og mesta rugl í heimi!