Niðurstöður

  • Gunnar Helgason

Alexander Daníel Hermann Dawidsson

Bannað að eyðileggja

Alexander er með ADHD og það er allt í lagi – nema þegar lífið tekur upp á því að fara á hvolf. Bannað að eyðileggja er spennandi saga um Alexander og Sóleyju bekkjarsystur hans, litríku fjölskyldurnar þeirra, mömmuna sem er farin og bandbrjálaðan kennara. Áhrifamikil og skemmtileg saga eftir einn ástsælasta höfund landsins.

Drottningin sem kunni allt nema ...

Bambalína drottning kann allt! Nema kannski eitt. Hvað ætli það sé? Kannski kemur það í ljós daginn sem hún þeysir í hestvagninum sínum til að opna nýja leikskólann. Sprenghlægileg saga handa börnum sem kunna líka (næstum) allt og foreldrum sem kunna gott að að meta.

Palli Play­station

Ný saga í geysivinsælum bókaflokki um Stellu og fjölskyldu hennar sem hófst með Mömmu klikk. Nú hefur systkinum Stellu fjölgað um tvö og heimilislífið er ansi skrautlegt. Allt fer þó endanlega í vitleysu þegar Palli stóri bróðir hættir með Bellu kærustunni sinni. Þá verður Stella að bjarga málunum! En hvernig skyldi það ganga?